top of page

FAQ

Spurt og svarað

  • Hvað þarf ég að taka marga ökutíma?
    Samkvæmt námskrá Samgöngustofu til almennra ökuréttinda er gerð krafa um að verklegir ökutímar séu að lágmarki 17 talsins. Það getur þó verið afar mismunandi á milli nemenda, en ekki er óalgengt að nemendur þurfi 19-25 ökutíma. Það er ökukennarans að meta hvenær ökuneminn er tilbúinn.
  • Hvað kostar ökunámið?
    Verkleg kennslustund hjá ökukennara: kr. 11.000. Ökuskóli 1: kr. 7.900 - 19.500. Ökuskóli 2: kr. 7.900 - 13.500. Ökuskóli 3: kr. 44.500. Útgáfa bráðabirgðaökuskírteinis: kr. 4.000. Ljósmynd í ökuskírteini: kr. 4.000 - 5.000 Prófgjald til Frumherja vegna bóklegs prófs: kr. 4.000. Prófgjald til Frumherja vegna verklegs prófs: kr. 10.900. Leiga á kennslubifreið í verklegu ökuprófi: kr. 11.000. Námsgögn: kr. 5.000 - 7.500. Gera má ráð fyrir að heildarkostnaður vegna ökunámsins sé í kringum kr. 270.000 ef ökuneminn þarf aðeins lágmarks fjölda ökutíma hjá ökukennaranum. Ef ökuneminn þarf fleiri ökutíma en lágmarkið segir til um, hækkar talan í samræmi við það.
  • Hvað er námsheimild?
    Til að hefja ökunám þarf námsheimild hjá sýslumanni. Það er gert með því að fylla út umsóknarblað sem skilað er inn til sýslumanns. Þegar heimildin liggur fyrir getur ökunámið hafist.
  • Hvað er ökunámsbók?
    Ökunámsbókin sýnir ferli ökunáms frá upphafi þess og þar til verklega ökuprófinu er lokið. Í bókina eru skráðar upplýsingar um kennslustundir hjá ökukennaranum og ökuskólanum og þá er einnig skráðar upplýsingar um æfingaaksturstímann með leibeinanda. Ökunemar fá ökunámsbókina hjá ökukennaranum sínum.
  • Hvað er Ökuskóli 1 og 2?
    Í Ökuskólum 1 & 2 fer fram bóklegt ökunám. Ökuneminn hefur val um að sitja námskeið í stofu eða stunda fjarnám í gegnum netið. Gott er að byrja í Ökuskóla 1 þegar 2-4 verklegum ökutímum er lokið hjá ökukennaranum, en Ökuskóla 2 er gott að taka þegar u.þ.b. 8 vikur eru þar til verklega ökuprófið fer fram. Ökuskóli 1 er samtals 12 kennslustundir og Ökuskóli 2 er 10 kennslustundir.
  • Hvað er Ökuskóli 3?
    Í Ökuskóla 3 er ökunemum kennt að aka við erfið akstursskilyrði. Um er að ræða 2 verklegar kennslustundir á akstursbraut og 3 kennslustundir í stofu þar sem ýmsar æfingar eru framkvæmdar. Kennslan fer fram á athafnasvæði Ökuskóla 3 að Álfhellu í Hafnarfirði: www.okuskoli3.is
  • Hvað er æfingaakstur?
    Æfingaakstur með leiðbeinanda er viðbót við ökunámið, en er þó ekki skylda. Til að geta hafið æfingaakstur þarf ökuneminn að hafa lokið að minnsta kosti 10 verklegum kennslustundum með ökukennaranum og sömuleiðis Ökuskóla 1. Sá sem ætlar að leiðbeina ökunema í æfingaakstri þarf að hafa náð 24 ára aldri, haft ökuréttindi í 5 ár og ekki verið sviptur ökuréttindum á síðustu 12 mánuðum.
  • Hvenær má ég taka skriflega prófið?
    Heimilt er að taka skriflega prófið allt að 2 mánuðum fyrir 17 ára aldurinn.
  • Hvernig er skriflega prófið?
    Skriflega prófið er alls 30 spurningar og skiptist í tvo hluta. Til að standast prófið má mest fá 2 villur í fyrri hlutanum og 5 villur í seinni hlutanum. Próftíminn er alls 45 mínútur.
  • Hvenær má ég taka verklega prófið?
    Verklega prófið má taka allt að 2 vikum fyrir 17 ára afmælisdaginn.
  • Hvernig er verklega prófið?
    Verklega prófið hefst á stuttu munnlegu prófi þar sem prófdómarinn spyr 5 spurninga er varða ýmsa þætti bifreiðarinnar. Spurningarnar eru á spjaldi sem ökuneminn dregur. Það þarf að svara að minnsta kosti 3 spurningum rétt til að fá að halda áfram í akstursprófið með prófdómaranum.
  • Hvaða ökutækjum má ég stjórna á grundvelli almennra ökuréttinda (flokkur B)?
    Almenn ökuréttindi (flokkur B) veitir heimild til að aka eftirfarandi ökutækjum: a) Bifreið fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns og er 3.500 kg eða minni að leyfðri heildarþyngd sem (1) tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd (2) eða eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd enda sé vagnlest 3.500 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd. b) bifhjóli á fjórum eða fleiri hjólum. c) léttu bifhjóli í AM-flokki. d) bifhjóli á þremur hjólum í A1, A2 eða A-flokki með þeirri takmörkun að sá sem er yngri en 21 árs má ekki stjórna slíku bifhjóli með afl yfir 15kW. e) dráttarvél í T-flokki.
bottom of page