Ökukennarinn
Upplýsingar um ökukennarann //
Löggiltur ökukennari; starfsnúmer 1921
Ég heiti Róbert Sigurðarson og er löggiltur ökukennari eftir að hafa stundað ökukennaranám við Endurmenntun Háskóla Íslands. Ég bý í Keflavík og býð upp á þjónustu í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, ásamt höfðuborgarsvæðinu, sé þess óskað.
Samhliða ökukennslunni starfa ég sem lögreglumaður og er varðstjóri hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Ég hef starfað í lögreglunni óslitið frá árinu 1997. Eins og gengur og gerist er umferðin órjúfanlegur þáttur af starfinu og hef ég unnið mikið á því sviði í gegnum tíðina. Þar af leiðandi bý ég yfir mikilli reynslu og þekkingu á umferðartengdum málefnum.
Við þetta má síðan bæta að ég er með BA-próf í spænsku og MA-próf í þýðingafræðum frá Háskóla Íslands og hef meðal annars sinnt túlkun og þýðingum á milli spænsku og íslensku. Því get ég einnig boðið spænskumælandi einstaklingum upp á ökukennslu á þeirra eigin móðurmáli.